Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjör á Hofsstaðaskólaleikum

05.11.2013
Fjör á HofsstaðaskólaleikumHofsstaðaskólaleikar voru haldnir 22. og 23. október s.l. og tókust þeir einstaklega vel og var mikið fjör á leikunum. Uppskeruhátíð var haldin föstudaginn 1. nóvember þar sem fyrirliðar gengu í stofur og söfnuðu saman liðum og fóru á sal þar sem allir nutu myndbands og myndasýningar frá leikunum. Þrjú lið sem söfnuðu flestum stigum á leikunum fengu viðurkenningu fyrir frammistöðuna. Í fyrsta sæti var liðið ,,14“, í öðru sæti ,,Hetjurnar 13“ og ,,Betri en best“ var í þriðja sæti. Einnig fengu fyrirliðar sem voru til fyrirmyndar viðurkenningu en það voru; Helena Ýr úr 6. bekk, Árni Eyþór, Róbert, Daníel, Stefán Ísak, Kristína og Katrín Ósk úr 7. bekk.

Myndir frá leikunum og uppskeruhátíðinni eru á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband