Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu

15.11.2013
Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum þann 15. nóvember. Hjá yngri nemendum var dagskráin í höndum 3. bekkinga sem hófst á laginu „Á Sprengisandi“. Svo var sagt frá skáldinu Jónasi Hallgrímssyni, bæði í máli og myndum. Einnig var boðið upp á tónlistaratriði og dagskránni lauk með fallegum söng nemenda á laginu „Á íslensku má alltaf finna svar“ en það lag á vel við á degi sem þessum.

Hjá eldri nemendum sáu 5. bekkingar um dagskrá á sal. Nokkrir nemendur lásu frumsamin ljóð og sögur, sögðu frá Þórarni Eldjárn rithöfundi og lásu ljóð eftir hann. Þá spilaði nemandi lagið ,, Ísland er land þitt“ á píanó og í lokin sungu allir saman.

Skoðið myndir frá skemmtuninni

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband