Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjallaferð 5. og 6. bekkinga 17. mars

16.03.2014
Mánudaginn 17. mars er fjallaferð á dagskrá hjá 5. og 6. bekk Hofsstaðaskóla.
Markmið ferðanna er að kynnast vetraríþróttum og njóta góðrar útiveru í fersku fjallalofti. Þeir sem vilja geta tekið með sér skíði, snjóbretti, sleða eða þotur. Í Bláfjöllum er einnig hægt að leigja búnað ef þarf. Boðið verður upp á skíðakennslu fyrir nemendur,

Ef veður breytist og lokað verður í Bláfjöllum munum við birta tilkynningu á vef skólans og senda út í tölvupósti til foreldra um kl. 8.00 að morgni ferðadags. Ef ekki verður farið þá mæta nemendur með skólastösku samkvæmt hefðbundinni stundaskrá.
Til baka
English
Hafðu samband