Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vegna veðurs

29.09.2014
Vegna veðursÞað hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að nú ganga yfir landið krappar lægðir. Veðurstofan hefur vakið athygli á að í dag mánudaginn 29. september gangi yfir okkur hér á suðvesturlandi sunnan og suðaustan stormur með talsverðri rigningu. Á morgun þriðjudag og miðvikudag eigum við von á áframhaldandi hvassviðri með úrkomu. Við hvetjum forráðamenn til þess að vega og meta hvort þeir láta börnin ganga til og frá skóla. Í lok skóladags geta börnin beðið innandyra ef forráðamenn hyggjast sækja þau. Í dag mánudag fara nemendur ekki út í frímínútur vegna veðurs en slíkt er metið frá degi til dags. Klæðið börnin eins vel og kostur er því ekki verður hjá því komist að ferðast t.d. milli skóla og íþróttahúss.
Skólinn vinnur að öðru leyti samkvæmt viðbragðsáætlun Almannavarna vegna óveðurs.
http://www.hofsstadaskoli.is/hagnytt/oryggi-nemenda/ovedur/
Til baka
English
Hafðu samband