Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Smiður jólasveinanna

08.12.2014
Smiður jólasveinanna

Í byrjun aðventu nutu nemendur í 1. - 3. bekk þess að horfa á jólaleikritið„Smiður jólasveinanna“ eftir Pétur Eggerz. Leikritið fjallaði um Völund gamla í litla kofanum sínum en hann er smiðurinn sem sér um að smíða allar gjafirnar sem jólasveinarnir færa börnunum á jólunum. Hjá honum birtust óvæntir gestir, tröllabörnin Þusa og Þrasi sem aldrei höfðu heyrt talað um jólin og sjálfur jólakötturinn, sem þorði ekki lengur að fara til byggða. Völundur tók vel á móti þeim og saman rifjuðu þau upp söguna af fæðingu Jesú. Nemendur voru mjög prúðir og áhugasamir áhorfendur.

Skoða myndir á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband