Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kúlusessur og heyrnahlífar

04.02.2015
Hofsstaðaskóla barst í sl. viku gjöf frá Styrktarfélagi barna með einhverfu sem var stofnað í mars 2013. Um er að ræða svokallaðar kúlusessur og heyrnahlífar sem nýtast börnum með ákveðnar sérþarfir. Styrktarfélag barna með einhverfu var stofnað í mars 2013. Tilgangur félagsins er að vekja athygli á einhverfu og styðja við og styrkja málefni er varða börn með einhverfu með fjáröflunum og frjálsum framlögum. Allt söfnunarfé rennur óskert til málefnisins. Í ár var lögð áhersla á að safna fyrir sérkennslugögnum fyrir börn með einhverfu á yngsta stigi grunnskóla. Söfnun fór fram þegar átakið Blár apríl stóð fyrir áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni.
Við í Hofsstaðaskóla þökkum félaginu kærlega fyrir gjöfina sem á eftir að nýtast vel í skólanum.
Til baka
English
Hafðu samband