Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bolludagur og bræður hans

15.02.2015

Vonandi hafa allir átt endurnærandi vetrarleyfi hvað sem þeir hafa nú haft fyrir stafni. Hlökkum til að sjá nemendur aftur á morgun enda skólinn frekar tómlegur án þeirra.
Á Bolludaginn er nemendum velkomið að koma með rjómabollur í nesti ef þeir kjósa það. Skólamatur býður upp á fiskibollur í hádeginu og á þriðjudag, Sprengidag, verður að sjálfsögðu saltkjöt og baunir í matinn.

Foreldrar hafa fengið sent bréf um dagskrá Öskudagsins og eru allir hvattir til þess að koma í skemmtilegum búningum í skólann eða kannski náttfötunum! Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og verður hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatösku en við minnum á hollt og gott nesti. Skóla lýkur á öskudaginn kl. 12.15 og tekur Regnboginn þá við þeim nemendum sem þar eru skráðir.

7. bekkingar leggja land undir fót og ætla að dvelja í Skólabúðunum á Reykjum út vikuna. Við óskum þeim góðrar ferðar og góðrar skemmtunar.
Til baka
English
Hafðu samband