Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tröllatíðindi

10.03.2015
Tröllatíðindi

Alexander, Benedikt, Guðjón Fannar og Gunnar Breki eru ungir athafnamenn í 4. bekk sem komu að máli við skólastjóra því þá langaði að gefa út blað í skólanum. Þeir voru með ýmsar hugmyndir um innihald, útlit, verkaskiptingu og fleira en þurftu stuðning til að koma verkinu í framkvæmd. Elísabet Benónýsdóttir Kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni tók að sér að aðstoða þessa áhugasömu blaðamenn ásamt Sverri Steindórssyni kennaranema í upplýsingatækni. Ráðist var í verkið hratt og örugglega. Vel gekk að fá viðtöl við starfsfólk og nemendur og finna efni í blaðið. Blaðamennirnir notuðu spjaldtölvur árgangsins til að taka myndir, taka upp viðtöl og fleira. Þegar blaðið var tilbúið var pantaður fundur hjá Margréti skólastjóra til að láta hana lesa yfir blaðið og ákveða útgáfumálin. Niðustaðan varð sú að prenta blaðið og setja nokkur eintök af því inn í alla 4. bekkina fyrir nemendur að skoða en ekki dreifa blaði á mann. Sú ákvörðun var m.a. tekin m.t.t. umhverfisstefnu skólans. Blaðið yrði svo birt á vef skólans þar sem aðrir gætu nálgast það. Blaðið fékk nafnið Tröllatíðindi og er hægt að nálgast pdf. eintak af það hér og vefútgáfu hér

 

Til baka
English
Hafðu samband