Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Pláneturnar

22.03.2015
Pláneturnar

Síðustu vikur hafa nemendur í 3. IS verið að læra um pláneturnar. Nemendum var skipt í hópa og unnu hóparnir ýmis skemmtileg verkefni um sólkerfið okkar. Byrjað var á að skipta krökkunum í tveggja til þriggja manna hópa og átti hver hópur að velja sér plánetu, afla sér upplýsinga um hana og búa til veggspjald með mynd og helstu upplýsingum. Veggspjaldið var hengt upp á ganginum fyrir framan kennslustofuna. Allur bekkurinn bjó svo til saman stóra veggmynd um reikistjörnurnar sem einnig prýðir ganginn fyrir framan kennslustofuna. Lokaverkefni hvers hóps var svo að búa til bók um sína plánetu. Hópurinn fékk til þess spjaldtölvu og var bókin búin til í Book creator. Bækurnar sýndu þeir nemendum yngri deildar á skemmtun á sal og foreldrum sínum á bekkjarkvöldi. 

Hér fyrir neðan má nálgast stutt kynningarmyndband um vinnuferlið í tengslum við verkefnið um pláneturnar, kynningar nemendanna á plánetunum og krækju á myndasafn 3.IS en þar má nálgast myndir.

Kynningarmyndband um plánetuverkefnið

Sólkerfið I. hluti

Sólkerfið II. hluti

Sólkerfið III. hluti

Myndasíða 3. IS

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband