Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólabyrjun haustið 2015

05.08.2015
Skólabyrjun haustið 2015


Skólastarf hefst að loknu sumarleyfi með skólasetningu þriðjudaginn 25. ágúst og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst. Tímasetningar verða nánar auglýstar síðar. Nemendur sem hefja nám í 1. bekk mæta í samtal við umsjónarkennara þriðjudaginn 25. ágúst. Tómstundaheimilið Regnboginn opnar fyrir nemendur í 2. – 4. bekk kl. 11.00 á skólasetningardag og fyrir nemendur í 1. bekk miðvikudaginn 26. ágúst. Nýir nemendur í 2. – 7. bekk verða boðaðir í samtal við umsjónarkennara dagana 19. og 20. ágúst.
Skóladagatal skólaársins er að finna hér á vefnum og m.a. neðst á síðunni. Innkaupalistar verða birtir á vefnum miðvikudaginn 19. ágúst og bendum við foreldrum og nemendum á að fara vel yfir hvað þeir geta endurnýtt frá fyrri skólaárum.
Skrifstofa skólans er opin alla daga frá kl. 8.00 – 15.00 og er vakin sérstök athygli á því að símkerfi skólans er óvirkt vegna framkvæmdanna. Fyrirspurnir og tilkynningar má senda á netfangið: hskoli@hofsstadaskoli.is. Einnig má hafa samband við Þjónustuver Garðabæjar í síma 525-8590.

Til baka
English
Hafðu samband