Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti skóladagurinn

31.08.2015
Fyrsti skóladagurinn

Mikil spenna og eftirvænting fylgir yfirleitt fyrsta skóladeginum. Nemendur í 1. bekk mættu fullir tilhlökkunar og tilbúnir að takast á við nýtt umhverfi og ný verkefni. Mikið var um að vera fyrsta daginn og gekk allt vel fyrir sig eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Ljóðið hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur „Nú haustar að“ á einnig vel við á þessum árstíma.

Nú haustar að

Einhverja nóttina koma skógarþrestirnir
að tína reyniber af trjánum
áður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,
en það eru ekki þeir sem koma með haustið
það gera lítil börn með skólatöskur.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband