Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ástarsaga úr fjöllunum

28.09.2015
Ástarsaga úr fjöllunumSíðastliðinn þriðjudag fóru krakkarnir í 3.bekk á tónleika með sinfóníuhljómsveit Íslands. Hópurinn fór með rútum í tónlistarhúsið Hörpu og fengu fín útsýnissæti á efri svölum í Elborgarsal. Flutt var Ástarsaga úr fjöllunum úr hinu ástsæla ævintýri Guðrúnar Helgadóttur, en það fjallar um hina risavöxnu tröllskessu hana Flumbru og tröllastrákana hennar áttta. Á milli þess sem sinfóníuhljómsveitin töfraði fram fagra tóna las Egill Ólafsson leikari upp úr ævintýrinu af mikilli innlifun og tók lagið á milli. Til að skapa ekta tröllastemningu var skemmtilegum tröllamyndum eftir Brian Pilkington varpað upp á sýningartjald á meðan tónleikunum stóð.
Til baka
English
Hafðu samband