Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Litríkur öskudagur

11.02.2016
Litríkur öskudagur

Það var sannkölluð hátíð í bæ á öskudaginn. Þá mættu bæði nemendur og starfsfólk í margvíslegum búningum og að vanda var hugmyndaflugið mikið. Á göngum skólans mátti sjá sjóræningja, tölvupersónur eins og Minecraft, páfagauk, hunda, ketti, borð, kónga, drottningar, lunda, nunnur og sjálfa Mary Poppins svo eitthvað sé talið.

Boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega afþreyingu á mismunandi stöðvum um skólann. Á einni stöð var myndataka en þar bauðst einstaklingum og hópum að stilla sér upp til að varðveita minninguna um þennan litríka og skemmtilega dag. Hápunkturinn var heimsókn frá Sirkus Ísland en sýningin var í boðið foreldrafélags skólans. 

Myndirnar á myndasíðu skólans segja sjálfsagt meira en þúsund orð.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband