Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skrímslaverkefni í 5. bekk

07.03.2016
Skrímslaverkefni í 5. bekkNemendur í 5. bekk unnu skemmtilegt verkefni um skrímsli sem óhætt er að segja að hafi algerlega slegið í gegn hjá nemendum. Verkefnið tengist umfjöllun í bókmenntum þar sem nemendur lásu frásagnir um skrímsli og kynjaskepnur. Í framhaldi af þeirri umfjöllun unnu nemendur saman í hópum og bjuggu til sína eigin kynjaskepnu eða skrímsli. Þau áttu að gera grein fyrir útliti þess og háttum, fæðuvali og umhverfi. Nemendur teiknuðu umhverfi skepnunnar, skepnuna sjálfa og texta um hana og settu á veggspjald. Nemendur voru einstaklega áhugasamir í verkefninu og hugmyndir þeirra voru bæði fjölbreyttar og áhugaverðar. Skrímslin urðu mjög ólík í útliti og háttum. Nálgast má myndir á myndasíðu 5. AMH

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband