Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spurningakeppnin Lesum meira

08.04.2016
Spurningakeppnin Lesum meira

Lesum meira er samstarfsverkefni skólasafnskennara og umsjónarkennara í 6. bekk. Frá því í janúar hafa krakkarnir í 6. bekk verið að lesa bækur af ákveðnum lista (10 bækur) og svo fóru þau í könnun úr bókunum. Fjórir stigahæstu nemendur úr hverjum bekk voru valdir í bekkjarlið til að taka þátt í spurningakeppni sem fram fór á sal skólans fimmtudaginn 7. apríl. Mikil stemning var í skólanum, hvert lið var með sinn liðs lit og mikil spenna var í loftinu. Hver bekkur var búinn að semja stuðningslög sem sungin voru á keppninni. Spurningakeppnin skiptist í fjóra hluta: Hraðaspurningar, vísbendingaspurningar, leikin orð og valflokka. Gríðarlega mikil spenna var í keppninni sem vannst með einungis eins stigs mun. Það var síðan 6. HBS sem bar að lokum sigur úr býtum við mikinn fögnuð stuðningamanna sinna, 6. BÓ og 6. ÖM urðu svo jafnir í öðru til þriðja sæti einungis einu stigi á eftir sigurvegaranum . Keppendur og áhorfendur skemmtu sér konunglega og stóðu sig frábærlega og gengu glaðir út í daginn.

Sjá myndir á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband