Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Reiðhjólahjálmar í 1. bekk

20.04.2016
Reiðhjólahjálmar í 1. bekkNemendur í 1. bekk fengu heimsókn frá Kiwanismönnum í Garðabæ. Kiwanismenn eru árlegir vorboðar því undanfarin ár hafa þeir komið færandi hendi og gefið nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma. Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börnin sín við að stilla böndin í hjálmunum rétt og ekki má gleyma að merkja hjálmana sem eru allir eins á litinn. Ása hjúkrunarfræðingur mun síðan vera með fræðslu fyrir nemendur um mikilvægi hjálma.
Til baka
English
Hafðu samband