Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listrænir nemendur í 1. bekk

13.05.2016
Listrænir nemendur í 1. bekkVikuna 25.-29. apríl voru Listadagar haldnir hér í Garðabæ. Yfirskrift listadaganna var Vorvindar glaðir. Krakkarnir í 1. bekk voru í listrænum gír með kennurum sínum þessa listaviku og gerðu saman ljóð um Garðabæ og fólkið sem þar býr og síðan gengu krakkarnir með ljóðin um hverfið og hengdu á hurðarhúna hjá íbúum. Þá fræddust 1. bekkingar um Garðabæ og unnu myndverk um hver væri uppáhaldsstaður þeirra í Garðabæ. Einnig lærðu krakkarnir og sungu inn á myndband lag um Garðabæ sem sjá má hér á síðunni og lærðu og léku sér í gömlum barnaleikjum s.s. mamma, mamma má ég? og myndastyttuleik.  Þetta voru skemmtilegir dagar og tóku nemendur virkan þátt og skemmtu sér vel. Á meðfylgjandi myndum og myndasíðu 1. bekkja má sjá dæmi um afrakstur vikunnar. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband