Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmt próf í stærðfræði

23.09.2016
Samræmt próf í stærðfræðiNú hafa nemendur í 7. bekk lokið samræmdum prófum. Í dag föstudaginn 23. september tóku þeir próf í stærðfræði. Búið var að þjálfa nemendur í að fara inn á svæðið og skoða sams konar próf og þeir þreyttu í gær og í dag. Þeir bjuggu einnig af reynslunni úr íslenskuprófinu sem fram fór í gær. Fyrirlögn beggja prófanna gekk í heildina vel. Undir lok stærðfræðiprófsins í dag misstum við netsamband í örskamma stund en vorum fljót að koma öllum af stað aftur. Nemendur stóðu sig ótrúlega vel, héldu ró sinni og luku prófinu án vandkvæða. Undir lok næstu viku munu svo nemendur í 4. bekk taka samræmt próf í íslensku og stærðfræði með sama hætti.
Til baka
English
Hafðu samband