Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemenda- og foreldrasamtöl þriðjudaginn 18. október

03.10.2016
Nemenda- og foreldrasamtöl þriðjudaginn 18. október

Það líður að nemenda- og foreldrasamtölum en þau verða þriðjudaginn 18. október. Mánudaginn 3. október verður opnað fyrir Frammistöðumat en nemendur og foreldrar eiga að fylla það út saman í Mentor  áður en mætt er í samtal til umsjónarkennara. Lokað verður fyrir Frammistöðumatið þriðjudaginn 11. október.

Opnað verður fyrir skráningu í nemenda- og foreldrasamtölin þriðjudaginn 4. október. Þá geta foreldrar valið tíma sem eru lausir og henta þeim best. Síðasti dagur skráningar í nemenda og foreldrasamtal er miðvikudagurinn 12. október.

Upplýsingar er varða Frammistöðumatið og nemenda- og foreldrasamtalið hafa verið sendar í tölvupósti ásamt leiðbeiningum um skráninguna.

Leiðbeiningar fyrir bókun í samtal

Leiðbeiningar vegna Frammistöðumats

 

 

Til baka
English
Hafðu samband