Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umsjónarkennari í 5. - 7. bekk skólaárið 2017-2018

02.03.2017
Í Hofsstaðaskóla eru 540 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa yfir 80 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Á eldra stigi er að hluta til kennt í færnimiðuðum hópum.

Í skólanum fer fram fjölbreytt og metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, skapandi starf og einstaklingsmiðað skólastarf í anda skólastefnu Garðabæjar. Kennsla í list- og verkgreinum, upplýsingatækni og nýsköpun skipar stóran sess í skólastarfinu.

Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni hofsstadaskoli.is 

 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Hafa umsjón með námshópi
  • Vera leiðtogi í námi nemenda
  • Stuðla að velferð nemenda
  • Vera í samstarfi við foreldra
  • Taka þátt í þróun skólastarfsins

 

Hæfniskröfur: 

  • Kennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
  • Geta til að kenna ensku og stærðfræði ásamt öðrum greinum
  • Góð samskipta- og skipulagsfærni
  • Áhugi á samvinnu og teymiskennslu
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
  • Frumkvæði og jákvæðni gagnvart skólaþróun
  • Góð færni í upplýsingatækni og vinnu með tölvur og spjaldtölvur

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veita Margrét Harðardóttir skólastjóri í síma 8208590

eða með því að senda tölvupóst á margreth@hofsstadaskoli.is og Hafdís Bára Kristmundsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 6171591 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hafdis@hofsstadaskoli.is

 

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá. 

Til baka
English
Hafðu samband