Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjallaferð í 5. - 7. bekk í dag

16.03.2017
Í dag fara nemendur í 5. - 7. bekk í útivistarferð í Bláfjöll. Starfsmenn Bláfjalla segja útlitið gott fyrir daginn. Nemendur mæta kl. 8.30 í skólann, skilja búnað sinn eftir úti á merktum svæðum og fara í stofu til umsjónarkennara. Lagt verður af stað kl. 9.10 og komið til baka um kl. 15.00. Nemendur nesta sig sjálfir í ferðina. Óskum nemendum og starfsmönnum góðrar skemmtunar í dag.
Til baka
English
Hafðu samband