Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skóli seiða og galdra í boði 5.GHS

30.03.2017
Skóli seiða og galdra í boði 5.GHS

Föstudaginn 24. mars sáu nemendur í 5. GHS um að skemmta samnemendum í 5.-7. bekk. Þau lögðu mikla vinnu í undirbúning fyrir skemmtunina og sömdu m.a. skemmtilegt leikrit sem bar heitið Leyndarmál lukkudrykksins. Höfundur leikritsins er Kristín Maja Skarphéðinsdóttir í 5. GHS. Engum duldist í upphafi sýningar að þemað var Harry Potter og Hogwartsskóli eftir J.K. Rowlings og var búið að staðfæra það á skemmtilegan og frumlegan hátt yfir á Hofsstaðaskóla sem var orðin skóli seiða og galdra. Krakkarnir buðu einnig upp á hljóðfæraleik og dans. GHS bekkurinn stóð sig mjög vel og óhætt að segja að þau hafi boðið upp á mjög fjölbreytta, frumlega og skemmtilega dagskrá. Að skemmtun lokinni héldu allir kátir út í helgina.

Skoða má fleiri myndir frá skemmtun 5. GHS á myndasíðu bekkjarins

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband