Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1.A skemmtir á sal

28.04.2017
1.A skemmtir á sal

Nú hafa krakkarnir í 1.A haldið skemmtun á sal fyrir nemendur á yngra stigi. Skemmtunin fór fram föstudagsmorguninn 28. apríl. Krakkarnir munu miðvikudaginn 3. maí kl. 18:00 bjóða foreldrum sínum á bekkjarkvöld þar sem krakkarnir stíga aftur á svið og flytja skemmtidagskrá.

Dagskráin sem 1.A bauð samnemendum upp á í morgun var fjölbreytt og glæsileg. Þemað var Eurovison en boðið var upp á söng og dansatriði, fimleika og brandara. Áhorfendur í sal voru til fyrirmyndar og virtust skemmta sér hið besta. Við óskum 1. A til hamingju með glæsilega sýningu og frábæra frammistöðu.
Áhorfendur í sal voru til fyrirmyndar og virtust skemmta sér hið besta. Í lok sýningar ávarpaði Hafdís Kristmundsdóttir aðstoðarskólastjóri nemendur og minnti þá á að þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti væri að baki þá væri samt nauðsynlegt að gera áfram ráð fyrir regn- og vindheldum fatnaði því við búum á Íslandi og því allra veðra von.

Á myndasíðu 1.A má nálgast fleiri myndir frá skemmtuninni

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband