Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Landsmót barnakóra

02.05.2017
Landsmót barnakóraKór Hofsstaðaskóla tók þátt í Landsmóti barnakóra sem haldið var í Grafarvogi 28. – 30. apríl. Það var mikið sungið og dansað. Þráinn úr hljómsveitinni Skálmöld kvað með krökkunum, þjóðdansafélag Íslands mætti og kenndi dansa við þjóðþekkt lög. Frumflutt var verk eftir Báru Grímsdóttur við texta Ragnars Inga Aðalsteinssonar, Jörðin hún er móðir okkar. Mótið endaði á tónleikum í Grafarvogskirkju þar sem 380 kórkrakkar sungu sig inn í hjörtu áhorfenda.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband