Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1.B skemmtir á sal

08.05.2017
1.B skemmtir á sal

Það var fjör í salnum síðastliðinn föstudag en þá sáu nemendur í 1.B um að skemmtidagskrá fyrir nemendur yngri deildar og góða gesti af vinaleikskólum okkar Ökrum og Hæðarbóli. Þema sýningarinnar var Trolls eða Tröllin í tengslum við samnefnda kvikmynd. Á dagskrá voru flott dansatriði, leikur, söngur og tískusýning. Nemendur voru einnig búnir að teikna tröllamyndir sem varpað var á tjald og mynduðu þær skemmtilega umgjörð um sýninguna. Flott dagskrá hjá krökkunum sem þreyttu frumraun sína á stóra sviðinu.

 Myndir frá skemmtuninni eru á myndasíðu 1.B

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband