Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hvernig öðlast börn sterka sjálfsmynd

11.05.2017
Hvernig öðlast börn sterka sjálfsmynd

Mánudaginn 15. maí bjóða Grunnstoðir Garðabæjar foreldrum til fræðslufundar í Sjálandsskóla kl. 20:00. Fundurinn ber yfirskriftina: Hvernig öðlast börn sterka sjálfsmynd?

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, félagsfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og aðjúnkt á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík, fjallar um niðurstöður rannsóknar sem þau hafa gert á börnum og unglingum í Garðabæ í vetur. 

Kristín Tómastdóttir fjallar um mikilvægi góðrar sjálfsmyndar barna og fer út fyrir kassann í umfjöllun sinni um sjálfsmynd barna og unglinga og ráðleggur foreldrum um hvernig má styrkja sjálfsmynd barna.

 Hvetjum alla foreldra til að mæta!

Sjá auglýsingu Grunnstoða

Til baka
English
Hafðu samband