Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Drekaklúbburinn útskrifar

29.05.2017
Drekaklúbburinn útskrifar

Samkvæmt nýjustu fréttum af drekaklúbbnum á bókasafninu sem hóf göngu sína í desember hjá yngri nemendum og í janúar hjá eldri nemendum þá hafa útskrifast:

39 drekalærlinga (312 bækur lesnar)
52 drekafræðinga (416 bækur lesnar)
24 drekameistara af 1. gráðu (240 bækur lesnar)
11 drekameistara af 2. gráðu (110 bækur lesnar)
2 drekameistara af 3. gráðu (20 bækur lesnar)

Samtals hafa þessir nemendur lesið 1.098 bækur.
Eftir hvern flokk fá nemendur viðurkenningu og fylgir því mikill spenningur og gleði.

Það er Kristín Thorarensen bókasafnsfræðingur sem hefur umsjón með Drekaklúbbnum.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband