Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit 2017

08.06.2017
Skólaslit 2017

Útskriftarárgangur skólans, nemendur í 7. bekk, kvöddu Hofsstaðaskóla ásamt foreldrum á skólaslitum síðdegis miðvikudaginn 7. júní en sumir kveðja skólann sinn eftir allt að sjö ára skólagöngu.
Athöfnin hófst á tónlistaratriði þar sem Rakel Björk Björnsdóttir og Sara Óska Þorsteinsdóttir fyrrum nemendur Hofsstaðaskóla og núverandi starfsmenn Garðabæjar í skapandi sumarstarfi sungu og léku af innlifun. Margrét Harðardóttir flutti kveðjuræðu frá skólanum þar sem hún m.a. þakkaði Kristrúnu Sigurðardóttur deildarstjóra á miðstigi fyrir 40 ára störf við Hofsstaðaskóla, en hún hættir sem deildarstjóri nú í vor en verður í hlutastarfi næsta vetur.

Nemendur fluttu kveðjuræðu frá 7. bekkingum eins og hefð er fyrir á skólaslitum og að lokum fór fram afhending viðurkenninga vegna bílakeppni sem fór fram í liðinni viku. Þar voru veitt verðlaun fyrir þrjá hraðskreiðustu bílana og fyrir flottasta útlitið, frumlegustu hönnunina og bestu hönnunina. Að lokinni athöfn í sal og kveðjustund í stofu var boðið upp á veitingar á listatorgi.

Myndir frá skólaslitum 7. bekkjar eru á myndasíðu árgangsins

Skólaslit 1. – 6. bekkja fór fram fimmtudaginn 8. júní. Nemendur í 5. og 6. bekk mættu á sal skólans þar sem athöfnin hófst á tónlistaratriði og síðan tók Margrét skólastjóri við og flutti kveðju til nemenda.
Veitt voru verðlaun fyrir nýsköpun í 5. bekk og lampahönnun í 6. bekk.

Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningu í Nýsköpunarkeppninni hjá 5. bekk:

1. sæti  Ingibjörg Erla Sigurðardóttir 5. AÞ fyrir Bauk sem telur
2. sæti  Karólína Ásta Konráðsdóttir 5. AÞ  fyrir Jóga kodda
3. Sæti  Lúkas Leó Hilmarsson  5. ÓP  fyrir handfrjálsa síma reiðhjólahjálminn

Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningu í lampahönnunarkeppninni hjá 6. bekk:

1. sæti Selma Þorgeirsdóttir  (Afmælisterta)
2. sæti  Sara Rós Lin Stefánsdóttir (Myndavél)
3. sæti Dagur Orri Garðarsson (Fótboltastjarna)

Lára Guðný Þorsteinsdóttir fékk sérstaka viðurkenningu sem hönnuður Hofsstaðaskóla fyrir gamaldags plötuspilara-lampann sinn og Þorsteinn Arnar Þorsteinsson fékk viðurkenningu fyrir að vera sá nemandi sem ávallt var jákvæður, kurteis, glaður og kátur.

Til hamingju ágætu nemendur og foreldrar.

Að athöfn lokinni kvöddu nemendur kennara sína í stofum.

Nemendur í 1. bekk mættu einnig á sal og boðið var upp á tónlistaratriði auk þess sem nemendur sungu fyrir foreldra. Nemendur í 2.-4. bekk kvöddu kennara sína í bekkjarstofum. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir aðstandendur fylgdu börnum sínum.

Myndir sem teknar voru á skólaslitunum eru á myndasíðum árganganna.

Starfsfólk Hofsstaðaskóla þakkar nemendum og foreldrum fyrir liðinn vetur með ósk um ánægjulegt sumarfrí.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband