Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Teppahúsalestur í 3. bekk

14.12.2017
Teppahúsalestur í 3. bekkVið hjá 3.B vorum með sérlega notalega teppahúslestrarstund í morgun. Nemendur komu með vasaljósin sem slökkviliðið hafði gefið þeim í skólann og kennararnir með teppi. Svo voru útbúin hús hingað og þangað um stofur og ganga og nemendur lásu í bókunum sínum með vasaljós inni í húsunum. Sjaldan hefur verið lesið jafn lengi og þennan morgun í 3. bekk og voru allir alsælir með þetta skemmtilega uppátæki sem var bæði notalegt og fræðandi. Það eru komnar myndir af stemningunni inn á myndasíðu 3.B

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband