Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Niðurstöður úr Bebras keppninni

08.01.2018
Niðurstöður úr Bebras keppninni

Skólanum hafa nú borist niðurstöður úr Bebras keppninni. Í ár tóku 203 nemendur í Hofsstaðaskóla þátt sem er örlítið lakari þátttaka en í síðustu keppni (2016) þegar 315 nemendur tóku þátt. Engu að síður telst þessi þátttaka mjög góð ef miðað er við landið. Nemendur Hofsstaðaskóla voru á meðal 2044 þátttakenda á Íslandi og einn fjölmennast hópurinn. Skólarnir í Garðabæ voru duglegir að hvetja sína nemendur til þátttöku og voru hópar Flataskóla og Álftanesskóla einnig með hvað flesta þátttakendur á skóla.

Nemendum var skipt niður á nokkur stig eftir aldri: Frumstigi (8-10 ára) Grunnstig (10-12 ára), miðstig (12-14 ára). Hver aldursflokkur fékk 10-15 spurningar og voru þær skilgreindar í erfiðleikaflokkum til að jafna keppnina á milli aldurshópa. Hæsta mögulega einkunn var 180 stig í öllum flokkum nema tveimur yngstu (6-8 ára og 8-10 ára). Nemendur í 3. og 4. bekk gátu hæst fengið 153 stig. Engin nemandi fékk 180 stig en hæsta skor var 140 stig. 

Þeir nemendur sem fengu yfir 100 stig í Hofsstaðaskóla voru þessir:
Á frumstigi (8-10 ára) náðu þau Andrea Hvannberg, Védís Jónsdóttir, Halldóra Sigurðardóttir og Helen Snorradóttir besta árangrinum eða allar yfir 100 stig. 

Á grunnstigi voru það alls 11 nemendur sem náðu yfir 100 stigum: Sara Andradóttir, Elsa Arnaldsdóttir, Emilý Halldórsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Ásdís Malmquist, Eydís Waagfjörð, Helga Grímsdóttir, Guðni Róbertsson, Sólveig Snævarsdóttir, Daphne Pétursdóttir og Katrín Þórsdóttir. 
Á miðstigi tóku aðeins 13 nemendur þátt og var Snædis Ragnarsdóttir sú eina sem náði yfir 100 stigum.

Þess má geta að nemendum var leyft að vinna einum sér eða saman að úrlausn þrautanna.

 Myndir frá keppninni er hægt að sjá í myndasafni skólans.


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband