Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. bekkur vinnur með vináttu og jákvæðan leiðtoga

13.02.2018
3. bekkur vinnur með vináttu og jákvæðan leiðtoga

3. bekkur hefur verið að vinna í lífsleikni með vináttu, frímínútur og jákvæðan leiðtoga. Börn eru miklir hugsuðir og finnst gott að ræða þessa hluti. Svona vinna skilar sér síðan í enn betri bekkjarbrag og vellíðan í hópnum og ætti að gera námið áhugaverðara og auðveldara. Þeir Daníel Smári og Sævar Hólm í 3. A bjuggu til bók í Book Creator um Vináttu. Þeir tóku viðtöl við nokkra káta krakka í 3. A og lögðu fyrir þá eftirfarandi spurningar:

  • Hvað er að vera vinur?
  • Hvernig er jákvæður leiðtogi?
  • Hvað á að gera ef einhver er óþekkur og hlýðir ekki kennaranum?
Bókin var svo gefin út sem myndband þar sem hægt er að horfa á viðtölin. Einnig er hægt að sjá hana í pdf útgáfu en þá spilast viðtölin ekki en við njótum myndanna og helstu atriða sem fram komu í viðtölunum í textaformi.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband