Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið

07.03.2018
Lestrarátaki Ævars vísindamanns lokiðNú er Lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið. Það stóð yfir í janúar og febrúar og skiluðu sér alls 228 lestrarmiðar kassann góða á bókasafninu. Samtals hafa nemendur því lesið 684 bækur í átakinu. Það verður spennandi að sjá hvort nafn einhvers nemanda í Hofsstaðaskóla verði dregið út. Í vinning er að vera ein af sögupersónunum í nýju bókinni hans Ævars sem kemur út í vor. Dregið verður úr innsendum lestrarmiðum um miðjan marsmánuð. Í fyrra fékk Ævar vísindamaður Guðna forseta til að draga út lestrarmiða.
Til baka
English
Hafðu samband