Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynningarfundur fyrir foreldra væntanlegra nemenda í 1. bekk

19.03.2018
Kynningarfundur fyrir foreldra væntanlegra nemenda í 1. bekkKynningarfundur fyrir foreldra væntanlegra nemenda í 1. bekk haustið 2018 verður haldinn í skólanum miðvikudaginn 21. mars nk. kl. 17.30-18.30.
Nemendur og starfsmenn kynna skólann og segja frá því sem þeim finnst markverðast í starfinu. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann og tómstundaheimilið Regnbogann í fylgd nemenda og starfsmanna.
Foreldrar annarra nýnema eru velkomnir á kynninguna.
Þeir sem komast ekki á fyrrgreindum tíma geta haft samband við skrifstofu skólans og bókað heimsókn eftir samkomulagi. S: 590-8100.
Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að skoða vefsíður skólanna. Þar má finna gagnlegar upplýsingar og margs konar fróðleik um skólastarfið.

Stjórnendur
Til baka
English
Hafðu samband