Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gefum gallabuxur

21.03.2018
Gefum gallabuxurÁ listadögum barna og ungmenna í Garðabæ, 23. -27. apríl ætlum við í Hofsstaðaskóla að taka þátt í svokölluðu Sole Hope verkefni og halda Skópartý.
Í skópartýinu hittumst við, sníðum og klippum til gallabuxur og búum til úr þeim skó fyrir börn í Úganda sem eiga enga skó. Skórnir fara tilsniðnir og er lokið við gerð þeirra í Úganda og þeir afhentir þurfandi börnum.
Þeir sem sjá sér fært að gefa gallabuxur í þetta verkefni eru hvattir til að koma þeim sem fyrst í merktan kassa fyrir framan textílmenntastofu á Listatorginu á fyrstu hæð í Hofsstaðaskóla (stofa 117).
Nánari upplýsingar um verkefnið verða birtar síðar

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband