Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Drekaklúbburinn

11.06.2018
DrekaklúbburinnDrekaklúbburinn fór rólega af stað í skólabyrjun, en smátt og smátt bárust fréttir af honum milli nemenda og meðlimum fór fjölgandi þegar líða tók á veturinn.

Margir nemendur tóku upp þráðinn frá síðasta skólaári, enda skráningarmappan á sínum stað með sínum mikilvægu upplýsingum.

Á skólaárinu voru útskrifaðir:
•25 drekalærlinga (200 bækur lesnar)
•23 drekafræðinga (184 bækur lesnar)
•20 drekameistara af 1. gráðu (200 bækur lesnar)
•8 drekameistara af 2. gráðu (80 bækur lesnar)
•1 drekameistara af 3. gráðu (10 bækur lesnar)

Samtals lásu þessir nemendur 674 bækur.
Eftir hvern flokk fengu nemendur viðurkenningu og voru margir spenntir að safna þeim.

Yngri nemendur sýna drekaklúbbnum meiri áhuga en þeir eldri. Þó eru þar bækur sem henta vel fyrir eldri nemendur þannig að á næsta skólaári vonum við og væntum að eldri krakkarnir í skólanum gefi þeim yngri ekkert eftir hvað varðar þátttöku.
Til baka
English
Hafðu samband