Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hofsstaðaskóli auglýsir eftir matráði starfsmanna í 100% starf til afleysingar í þrjá mánuði. Starfið er laust nú þegar

21.09.2018

Í Hofsstaðaskóla eru 580 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 100 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum bæði námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.hofsstadaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð:

Elda og bera fram morgunkaffi og hádegisverð starfsmanna auk annara veitinga eftir atvikum
Frágangur og þrif á kaffistofu og eldhúsi starfsmanna
Sjá um innkaup og aðföng fyrir mötuneytið
Skipuleggja matseðil
Starfar undir verkstjórn skólastjóra


Hæfniskröfur:

Reynsla og áhugi á matargerð
Reynsla af þrifum og eftirliti með húsnæði
Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
Jákvæðni og ábyrgðarkennd
Sjálfstæði, frumkvæði og vandvirkni


Umsóknarfrestur er til og með 2. október. Starfið er laust nú þegar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Harðardóttir skólastjóri í síma 820-8590 eða með því að senda tölvupóst á netfangið margreth@hofsstadaskoli.is .

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.


Til baka
English
Hafðu samband