Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Desemberdagar í Hofsstaðaskóla

16.12.2018

Þriðjudagur 18. desember. Rauður dagur og jólahangikjöt í hádegismatinn.
Allir mæta í rauðu eða með eitthvað rautt. Nemendur úr 7. bekk aðstoða í matsalnum og gefinn er aukinn tími í mat enda ísblóm í eftirrétt!

Miðvikudagur 19. desember. Stofujól. Kennsla samkvæmt stundaskrá. Sjá nánar á dagskrá hvers árgangs sem send var heim í byrjun desember.
Jólaskemmtun 7. bekkinga kl. 18.00 til 19.30. Jólastund og diskótek í salnum. Nemendur koma með veitingar.

Fimmtudagur 20. desember. Jólaskemmtanir kl. 9.00 og 11.00. 7. bekkingar sjá um skemmtiatriði og 4. bekkur flytur helgileik. Dansað verður í kringum jólatréð. Nemendur mæta í bekkjarstofur með nesti og í „betri fötunum“.

                                                       Kl. 9.00- 11.00: 1. ÁS, 1. HLE, 2. B, 3. B, 4. B, 5. AÞ, 5. HK, 6. AMH og 6. ÖM

                                                         Kl. 11.00-13.00: 1. ÓHG, 2. A, 3. A, 4. A, 5. AS. 5. LH, 6. BÓ, 6. HBS.

Regnboginn er opinn frá kl. 9.00.  Foreldrar eru beðnir um að láta vita ef börnin þeirra koma ekki þennan dag.

Föstudagur 21. desember.         Jólaleyfi nemenda og starfsmanna. Tómstundaheimilið Regnboginn er opinn frá kl. 8.00 til 17.00 fyrir þau börn sem eru skráð sérstaklega þennan dag.

Fimmtudagur 28. og föstudagur 29. desember. 
Tómstundaheimilið Regnboginn er opinn frá kl. 8.00 til 17.00 fyrir þau börn sem eru skráð sérstaklega þennan dag.

Starfsmenn og Stjórnendur Hofsstaðaskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakka gefandi samstarf á árinu 2018.

 

 

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband