Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umsjónarkennari óskast til starfa í Hofsstaðaskóla skólaárið 2019-2020

14.03.2019
Umsjónarkennari óskast til starfa í Hofsstaðaskóla skólaárið 2019-2020

Í Hofsstaðaskóla eru 590 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 100 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar.

Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda skólastefnu Garðabæjar. Læsi skipar stóran sess og áhersla er lögð á lesskilning og ritun. Þjónusta við nemendur með sérþarfir er öflug. Síðastliðin ár hafa ýmis þróunarverkefni verið unnin í skólanum s.s. um leiðbeinandi kennsluhætti, skýra markmiðssetningu, vellíðan og hugleiðslu, námsmat, stærðfræði, íslensku, upplýsingatækni o.fl. Unnið er að innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.hofsstadaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að hafa umsjón með námshópi
  • Að vera leiðtogi í námi nemenda
  • Að stuðla að velferð nemenda
  • Að eiga gott samstarf við foreldra
  • Að taka þátt í þróun skólastarfsins

Hæfniskröfur: 

  • Kennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
  • Góð samskipta- og skipulagsfærni
  • Áhugi á samvinnu og teymiskennslu
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
  • Frumkvæði og jákvæðni gagnvart skólaþróun
  • Góð færni í upplýsingatækni og vinnu með tölvur og spjaldtölvur


Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2019


Nánari upplýsingar um starfið veita
Margrét Harðardóttir skólastjóri í síma 820-8590

eða með því að senda tölvupóst á margreth@hofsstadaskoli.is og Hafdís Bára Kristmundsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 617-1591 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hafdis@hofsstadaskoli.is

 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

Til baka
English
Hafðu samband