Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Troðfullt og góð stemming á bingói foreldrafélagsins

27.03.2019
Troðfullt og góð stemming á bingói foreldrafélagsins

Laugardaginn 23. mars sl. hélt foreldrafélag Hofsstaðaskóla sitt árlega fjáröflunarbingó. Í ár var sú breyting gerð að bingóinu var tvískipt. Fyrri hluti var fyrir nemendur í 1. – 4 bekk og seinni hlutinn fyrir nemendur í 5. – 7. bekk. Breytingin mæltist vel fyrir og nutu báðir hópar sín mjög vel. Umsjón með bingóinu var í höndum stjórnar foreldrafélagsins og fjölmargir bekkjarfulltrúar komu og aðstoðuðu við undirbúning, framkvæmd og frágang.

Bingóstjóri var Gunnar Helgason rithöfundur og skemmtikraftur og fór hann á kostum. Í fyrri hlutanum var troðfullur salur af fólki og gríðarleg stemming. Í seinni hlutanum voru heldur færri mættir en stemmingin engu að síður frábær. Mikið safnaðist af fjölbreyttum vinningum og mörgum mjög veglegum enda lögðust allir á eitt í því að útvega vinninga. Í lok hvors hluta var þeim sem ekki höfðu fengið vinning boðið að koma upp á svið og velja sér glaðning þannig að allir fóru sáttir og sælir heim.

Myndin sem fylgir fréttinni er tekin af fésbókarsíðu foreldrafélags Hofsstaðaskóla. Þar má nálgast fleiri myndir frá viðburðinum.

Til baka
English
Hafðu samband