Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Popplestur

14.05.2019
Popplestur

Í síðustu viku lauk popplestrarátaki hjá nemendum á yngsta stigi. Nemendur lásu eins mikið og þeir vildu heima, skráðu lesturinn og fengu 1 poppbaun fyrir hverjar 5 mínútur sem var lesið. Ef lesið var fyrir nemendur átti líka að skrá það. Hver bekkur safnaði baunum í krukkur og þar sem áhuginn var mikill safnaðist hratt í krukkurnar. Verkefninu lauk með poppveislu en þá var poppað úr öllum baununum sem söfnuðust og svo fengu bekkirnir aukabaunir fyrir gríðarlegan lestraráhuga. Nemendur unnu líka fjölbreytt ritunarverkefni og stærðfræði í tengslum við verkefnið. 

Skoða myndir

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband