Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opnunarhátíð Göngum í skólann átaksins

04.09.2019
Opnunarhátíð Göngum í skólann átaksins

Miðvikudaginn 4. september hlaust Hofsstaðaskóla sá heiður að opna Göngum í skólann átakið formlega með hátíðardagskrá.
Athöfnin fór fram í skólanum og hófst með því að nemendur komu með eitt skópar hver til að setja á gangstéttar að skólanum sem n.k. gjörning. Skórnir verða gefnir til góðgerðarmála.
Nemendur hófu átakið af krafti og mættu flestir, gangandi eða hjólandi þennan dag.

Hafdís Bára Kristmundsdóttir skólastjóri Hofsstaðaskóla, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, Þráinn Hafsteinsson varaforseti ÍSÍ, Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar ávörpuðu samkomuna.

Kór Hofsstaðaskóla söng lagið Draumar geta ræst eftir Jón Jónsson, undir stjórn Unnar Þorgeirsdóttur tónmenntakennara og allur salurinn tók undir. Wally trúður frá Sirkus Ísland lauk dagskrá á sal með því að sprella dálítið með krökkunum og leika listir sínar. Nemendur, gestir og starfsmenn hófu þar næst Göngum í skólann á táknrænan hátt með því að fara saman stuttan göngutúr um hverfið.

Í tilefni dagsins tók einn starfsmaður skólans að sér gangbrautarvörslu við gangbrautina yfir Bæjarbrautina við hringtorgið og aðstoðaði hann nemendur og aðra sem komu gangandi.
Hofsstaðaskóli munum leggja áherslu á umferðarfræðslu ásamt því að hvetja til þess að nemendur mæti gangandi eða hjólandi á meðan á átakinu stendur en það stendur til 2. október.

Myndir frá viðburðinum eru á myndasíðu skólans og hér má nálgast myndband

Til baka
English
Hafðu samband