Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

HS leikar gegn einelti og fordómum

08.11.2019
HS leikar gegn einelti og fordómum

Dagur gegn einelti er í dag 8. nóvember. Í tilefni dagsins söfnuðust allir nemendur skólans saman á sal á uppskeruhátíð HS leikanna sem haldnir voru fyrr í vikunni. Á HS leikunum var nemendum skipt í hópa þvert á árganga og unnu nemendur saman í hópnum í tvo daga. Þeir borðuðu saman og léku saman úti í frímínútum. Hóparnir fóru á 40 stöðvar og leystu ýmsar þrautir þar sem reyndi á mismunandi styrkleika nemenda. Yngri og eldri unnu saman að fjölbreyttum viðfangsefnum og kynntust samnemendum sínum á nýjan hátt.
Í hópavinnunni þurftu nemendur að sýna hver öðrum tillitssemi, virðingu, hjálpsemi og samkennd sem er liður í því að vinna gegn einelti og fordómum. Nemendur úr 6. og 7. bekk voru fyrirliðar og stýrðu hópunum og fengu þar tækifæri til þess að nýta og styrkja leiðtogahæfileika sína.
Veittar voru viðurkenningar til þeirra fyrirliða sem þóttu standa sig best og voru þeir 10 talsins. Þrjú efstu liðin í stigakeppninni fengu einnig viðurkenningu.

Skoða myndir á myndasíðu skólans 2019-20120


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband