Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Deildarstjóri stoðþjónustu

05.12.2019

Deildarstjóri stoðþjónustu

Hofsstaðaskóli auglýsir eftir deildarstjóra stoðþjónustu í fullt starf frá og 1. febrúar 2020 eða eftir samkomulagi.

Hofsstaðaskóli er grunnskóli í Garðabæ. Nemendur eru 588 í 1. – 7. bekk. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að starfa að sveigjanlegu skólastarfi samkvæmt skólastefnu Garðabæjar og áherslum Hofsstaðaskóla. Þær felast í fjölbreyttum kennslu- og námsmatsaðferðum sem koma til móts við þarfir allra nemenda.

 

Skólastarfið er m.a. byggt á hugmyndafræðinni um „Uppeldi til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga“. Skapandi starf, sjálfsstyrking, vellíðan, upplýsingatækni og forritun eru áhersluþættir. Unnið er að ýmsum þróunarverkefnum s.s. leiðbeinandi kennsluháttum, vaxtarhugarfari og hæfnimiðuðu námsmati.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipuleggur og stýrir stoðþjónustu skólans.
  • Er fagfólki skólans ráðgjafi varðandi námsaðstæður, stuðning og skipulag kennslu.
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk.
  • Fylgir eftir gerð einstaklingsnámsskráa og er ráðgefandi aðili við gerð þeirra.
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við aðra stjórnendur og samstarfsfólk.
  • Ýtir undir jákvætt viðhorf til skóla margbreytileikans.
  • Skipuleggur og verkstýrir stuðningsfulltrúum og vinnur í náinni samvinnu með sálfræðingum, talmeinafræðingum og öðrum sérfræðingum sem koma að málefnum nemenda við skólann.
  • Tilfallandi verkefni sem skólastjóri felur viðkomandi.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf í grunnskólakennarafræðum.
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum.
  • Þroskaþjálfamenntun er kostur.
  • Reynsla af skipulagi og sérkennslu.
  • Mikill áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
  • Uppbyggjandi í samskiptum, ríkur sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Góð hæfni í ræðu og riti á íslensku.

Umsóknarfrestur er til 30. desember 2019. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hafdís Bára Kristmundsdóttir skólastjóri hafdis@hofsstadaskoli.is og Margrét Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri margretei@hofsstadaskoli.is eða í síma 590-8100.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.


Til baka
English
Hafðu samband