Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesum meira spurningakeppnin

02.03.2020
Lesum meira spurningakeppnin

Spurningakeppnin Lesum meira í 7. bekk fór fram föstudaginn 28. febrúar. Lesum meira er samstarfsverkefni skólasafnskennara og umsjónarkennara í 7. bekk. Krakkarnir lásu ákveðnar bækur og tóku í kjölfarið könnun úr bókunum. Þrír stigahæstu nemendur úr hverjum bekk voru valdir í bekkjarlið til að taka þátt í spurningakeppninni og að auki var einn nemandi í hverjum bekk sem fékk það hlutverk að leika orð sem liðin áttu að uppgötva.
Mikil stemning og samstaða var innan bekkja en hver bekkur var auðkenndur í bleiku, bláu, hvítu eða rauðu. Hóparnir voru búnir að semja stuðningslög/hvatningaróp sem nýtt voru óspart meðan á keppninni stóð.

Það var 7. SJ sem bar að lokum sigur úr býtum við mikinn fögnuð stuðningamanna sinna. Keppendur og áhorfendur stóðu sig frábærlega, skemmtu sér konunglega og gengu glaðir út í helgina. Myndir frá keppninni eru á myndasíðu 7. bekkja.

 


 
Til baka
English
Hafðu samband