Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Óskilamunir nemenda

26.05.2020
Óskilamunir nemendaÓskilamunir frá nemendum liggja nú frammi í miðrými skólans. Magnið er gríðarlegt og kennir ýmissa grasa. Nestisbox, vatnsflöskur, gleraugu, skór, stígvél, íþróttafatnaður, húfur, vettlingar, peysur, buxur og fleira. Skólahúsið er opið frá kl. 8.00 til 16.00. Milli 16.00 og 17.00 er hægt að komast í gegnum Regnbogann. Hvetjum foreldra/forráðamenn til þess að koma og taka það sem tilheyrir þeirra börnum. Munið handþvottinn eða takið með ykkur hanska. Fleiri myndir er að finna á fésbókarsíðu skólans.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband