Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mentor-upplýsingagjöf

11.09.2020
Mentor-upplýsingagjöf

Góð samskipti og virk upplýsingagjöf á milli heimila og skóla er mikilvægur þáttur í velferð og heill nemenda. Ein af þeim leiðum sem skólinn notar er Mentor kerfið sem allir foreldrar/forráðamenn og nemendur hafa aðgang að. Í byrjun september fengu allir forráðamenn skjal með margvíslegum upplýsingum um Mentor og helstu notkunarmöguleikum. Við viljum vekja sérstaka athygli á einum hluta skjalsins þar sem fjallað er um stillingar aðstandenda. Vegna nýrra persónuverndarlaga þá þurfa notendur í kerfinu að stilla sjálfir hvaða upplýsingar sjást um þá. Þetta þarf að gera hjá öllum börnunum með því að velja nafn barnsins og stilla. Ef lokað er á birtingu nafns aðstandanda er EKKI hægt að senda viðkomandi póst í gegnum tengiliðalistann í Minn Mentor. Þetta hefur verið að valda vandræðum t.d. þegar foreldrar þurfa að vera í samskiptum við aðra foreldra í bekknum t.d. vegna afmælisboða. Hvetjum alla til að fara yfir sínar stillingar og athuga hvort þær séu eins og þið kjósið. Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingarnar sem sendar voru aðstandendum í byrjun september.

 Mentor-upplýsingar fyrir aðstandendur

Til baka
English
Hafðu samband