Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf fellur niður og páskafrí hefst

24.03.2021
Skólastarf fellur niður og páskafrí hefst

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða eru nemendur komnir í páskafrí frá og með morgundeginum. Frístundaheimilið Regnboginn verður lokað frá og með morgundeginum og til 31.3. Hvað tekur við 6. apríl þegar skólastarf á að hefjast aftur að loknu leyfi er ekki vitað á þessari stundu. Við munum upplýsa ykkur um leið og við vitum meira eða erum með tilkynningar og biðjum ykkur um að fylgjast með tölvupóstinum og vef skólans. 

Við sendum nemendum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur og óskir um gleðilega páska í sérstökum aðstæðum.

Stjórnendur og starfsfólk Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband