Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Síðustu skóladagarnir vorið 2021

06.06.2021
Síðustu skóladagarnir vorið 2021
Mánudaginn 7. júní er kennsla skv. stundaskrá. Nemendur í 4. bekk fara í vorferð. Nemendur taka allt sitt dót og fatnað með heim.
Þriðjudaginn 8. júní er síðasti kennsludagur á þessu vori og er hann tileinkaður útivist og hreyfingu. Allir þurfa að vera í hentugum fatnaði og skóm svo þeir skemmti sér vel. Í hádeginu er pylsugrill og þurfa nemendur ekki að hafa skólatösku með. Nóg er að hafa litla tösku fyrir morgunnestið og aukaföt ef við á. Skóladeginum lýkur kl. 13.30 hjá öllum nemendum. Frístundaheimilið Regnboginn er opinn og er það líka síðasti dagurinn hjá þeim.

Skólaslit verða í Hofsstaðaskóla miðvikudaginn 9. júní 2021 sem hér segir:

Kl. 9:00  1. bekkur

Kl. 9:30  6. bekkur    

Kl. 10:00   5. bekkur

Kl. 10:30   2. bekkur

Kl. 11:00   3. bekkur

Kl. 11:30   4. bekkur

Kl. 12:00   7. bekkur

Nemendur í 1. - 6. bekk mæta í bekkjarstofur og eru í ca. 45 mínútur. Nemendur í 7. bekk mæta í sal og síðan í bekkjarstofur. Þeirra skólaslit taka um klukkustund.
Vegna fjöldatakamarkana og fyrirmæla frá Skóladeild er foreldrum/forráðamönnum því miður ekki boðið að koma með nemendum á skólaslitin. 

Starfsfólk Hofsstaðaskóla þakkar ánægjulegt samstarf í vetur og óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband