Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innritun í grunnskóla og kynningar skóla

28.02.2022
Innritun í grunnskóla og kynningar skóla

Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2016) fer fram dagana 7. - 11. mars nk. Grunnskólarnir í Garðabæ bjóða í heimsókn og verða með opin hús/kynningar í húsnæði skólanna.

Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2016) og 8. bekk (f. 2009) fer fram dagana 7. - 11. mars nk. Innritað er á þjónustugátt Garðabæjar.
Athugið að nauðsynlegt er að innrita þá nemendur í 8. bekk sem skipta um skóla. Innritun lýkur 11. mars nk.

Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 11. mars nk. Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilum Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla á næsta ári fer einnig fram þessa sömu daga. Hún er einnig á þjónustgátt Garðabæjar. Sama gildir fyrir sérstækt frístundaúrræði Garðahraun sem er fyrir nemendur í 5.-10. bekk Mikilvægt er að sótt sé sem fyrst um dvöl á frístundaheimilum.

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum skólaárið 2022-2023 er til 1. apríl og skulu umsóknir
berast skóladeild Garðabæjar. Vakin er athygli á að umsókn fyrir nemanda sem stundar nám í grunnskóla utan Garðabæjar þarf að endurnýja fyrir hvert skólaár.

Kynningar í grunnskólum
Grunnskólarnir í Garðabæ bjóða í heimsókn og verða með opin hús/kynningar í húsnæði skólanna. Gestum gefst þá kostur á að skoða skólana í fylgd starfsmanna og/eða nemenda. Allir grunnskólarnir bjóða foreldrum og forráðamönnum einnig að koma í heimsóknir á öðrum tíma. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólanna sé óskað eftir því.

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að skoða vefsíður skólanna. Þar má finna gagnlegar upplýsingar og margskonar fróðleik um skólastarfið.


OPIÐ HÚS í HOFSSTAÐASKÓLA FYRIR FORELDRA OG FORRÁÐAMENN VÆNTANLEGRA NEMENDA Í 1.B.  VERÐUR MIÐVIKUDAGINN 9. MARS KL. 17:30-18:15


Sími Hofsstaðaskóla er 590 8100
Netfang: hskoli@hofsstadaskoli.is



Til baka
English
Hafðu samband