Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit vorið 2023

25.05.2023
Skólaslit vorið 2023Skólaslit verða í Hofsstaðaskóla miðvikudaginn 7. júní. Nemendur mæta í stutta samveru á sal og fara síðan í bekkjarstofur með umsjónarkennurum. Forráðamenn eru velkomnir með á skólaslitin.
Við bendum öllum á að koma gangandi í skólann þennan dag ef kostur er og að nota bílastæðin við FG þar sem er nóg pláss.
Minnum á að fara vel yfir heima hvort þar séu bækur af bókasafni skólans og koma með þær í skólann.

Starfsfólk og stjórnendur skólans þakka fyrir samstarfið á skólaárinu sem er að líða og senda bestu kveðjur um ánægjulegt sumarleyfi.
Skólastarf hefst að nýju með skólasetningu miðvikudaginn 23. ágúst. Skóladagatal næsta árs er að finna hér á vefsíðu skólans undir Skólinn/Skóladagatal.

Skólaslit - tímasetningar
Kl. 8.45 1. bekkur
Kl. 9.30 2. bekkur
Kl. 10.00 3. bekkur
Kl. 10.30 4. bekkur
Kl. 11.00 5. bekkur
Kl. 11.30 6. bekkur
Kl. 12.00 7. bekkur
Til baka
English
Hafðu samband